480-2900

 

 

GJALDSKRÁ

 

LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA

 

FASTEIGNASALA

 

 

Gjaldskrá þessi tekur gildi þann 1. janúar 2021

 

 

GJALDSKRÁ LÖGMANNA SUÐURLANDI, FASTEIGNASÖLU LÖGMANNA SUÐURLANDI OG SJÓÐ INNHEIMTUR.

 

 

1.0  ALMENNT UM ÞÓKNUN

 

 

1.1

Gjaldskrá þessi gildir fyrir Lögmenn Suðurlandi ehf., Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi og Sjóð innheimtur nema um annað hafi verið samið.

 

Ýmsir þættir lögmannsþjónustu falla ekki undir þessa gjaldskrá. Við gjaldtöku í þeim tilvikum er tekið tillit til mismunandi aðstæðna, þ. á. m. eðlis vinnunnar og umfangs, ábyrgðar lögmanns, hagsmuna viðskiptamanns, vinnuframlags og niðurstöðu málsins. Lögmenn í þjónustu Lögmanna Suðurlandi ehf. Sjóðs innheimta og Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi halda sérstaka skrá yfir vinnustundir við einstök mál, þar sem þóknun ákvarðast ekki eingöngu af hagsmunum.

 

Hvar, sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin að krónutölu en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, skal líta á fjárhæð þóknunarinnar sem grunngjald, er breytist í samræmi við breytingar á vísitölu og launaþróun.

 

 

1.2.

Ákvörðun þóknunnar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að eða þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi.  Eðli verks eða samningur lögmanns og viðskiptavinar ræður því hvor aðferðin er notuð.

Sé þóknun samkvæmt hagsmunatengdri gjaldskrá lægri en nemur þóknun samkvæmt tímaskráningu sbr. 18. gr. þá greiðist þóknun fyrir vinnu samkvæmt tímaskráningu.

 

 

1.3

Ávallt er heimilt að víkja til hliðar sérákvæðum gjaldskrár um hagsmuna- og hluthluttfallstengda þóknun og ákvarða tímagjald þess í stað sbr. 18. gr. 

Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi, getur viðskiptavinur óskað eftir útskrift úr tímaskrá lögmanns.

 

 

1.4

Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 24%.

 

1.5

Samkvæmt 24. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn, er lögmanni  rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðal getur lögmaður áskilið sér hluta af þeirri fjárhæð sem umbjóðandi fær greitt í máli, svo og hærra endurgjald ef mál vinnst en ef það tapast. 

 

Loforð um ósanngjarnt endurgjald fyrir starf lögmanns bindur ekki umbjóðanda hans.

 

Ef lögmann greinir á við umbjóðanda sinn um rétt til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess getur annar þeirra eða þeir báðir lagt málið fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. 

 

1.6

Samkvæmt siðareglum Lögmannafélags Íslands ber lögmanni að gera viðskiptavinum sínum eftir föngum grein fyrir áætluðum málskostnaði, það er þóknun og útlögðum kostnaði.

 

Megi ætla að kostnaðurinn verði hár í hlutfalli við þá hagsmuni sem eru í húfi, skal vekja á því sérstaka athygli.

 

Vísað er til 2. kafla siðareglna Lögmannafélagsins sem birtur er aftast í gjaldskrá þessari.

 

 

2.0  MÁLFLUTNINGUR

 

Ákvæði 2.0. kafla taka til málflutnings fyrir dómi og eftir því sem við á fyrir stjórnvaldi, gerðardómi og nefndum.

 

Málflutningsþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta við dómtöku máls.

 

Málflutningsþóknun í Hæstarétti er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfðustóls, vaxta og tildæmds málskostnaðar í héraði m/vöxtum við dómtöku máls.

 

Málskostnaður sem dæmdur er í máli, fellur til málsaðila og hefur ákvörðun dómsins um fjárhæð málskostnaðar ekki áhrif á útreikning málflutningsþóknunar samkvæmt grein 2.0.

 

Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu málflutningsþóknunar lögmanns síns.

 

2.2

Þegar mál er flutt munnlega eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu, er þóknun kr. 150.000,- að viðbættum:

15 % af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 4.300.000,-,  

  7 % af næstu kr. 8.600.000,- og  

  4 % af því sem umfram er.

 

2.3

Þegar reka má mál samkvæmt 17. kafla laga um meðferð einkamála og eigi fer fram gagnaöflun eftir þingfestingu og þegar mál er dómtekið eða tekið til áritunar á þingfestingardegi, skal þóknun vera kr. 30.000,- að viðbættum:

25% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 50.000,-  

  10% af næstu kr. 2.500.000,-  og 

    5% af næstu kr. 5.000.000,- og  

    3% af því sem umfram er.

 

2.4

Þegar mál sem ekki fellur undir 2.3., er dómtekið á þingfestingardegi eða útivist verður í því síðar af hálfu stefnda eða þegar sátt verður í máli eftir þingfestingu en fyrir aðalmeðferð er þóknun kr. 150.000,- að viðbættum 12,5% af stefnufjárhæð og vöxtum allt að kr. 4.300.000,-, 6% af næstu  kr. 8.600.000,- og 3% af því sem eftir er.

 

2.5

Í málum þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár og þar sem um lágar fjárhæðir er að ræða en úrslit máls hafa þýðingu fyrir ótiltekinn fjölda aðila, er þóknun að jafnaði frá kr. 340.000,- til 1.700.000,- , eftir umfangi verks og vinnuframlagi.

 

Lögmanni er heimilt við ákvörðun þóknunar að taka tillit til þess þegar hagsmunir viðskiptamanns af málsúrslitum eru meiri en kröfufjárhæð.

 

2.6.

Lögmaður á rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning um formhlið máls, dómkvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi.

 

 

2.7

Auk þókunar, samkvæmt greinum 2.3 - 2.6, kemur til viðbótar þóknun fyrir mót samkvæmt grein 4.1.

 

 

3.0  INNHEIMTUR

 

3.1

Grunngjald innheimtuþóknunnar er kr. 7.000,-

Við grunngjaldið bætist, af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta:

25% af fyrstu kr.      88.000,-  innheimtufjárhæðar

10% af næstu kr.    530.000,-  innheimtufjárhæðar

  5% af næstu kr. 5.260.000,-  innheimtufjárhæðar

  3% af næstu kr. 11.700.000,-  innheimtufjárhæðar

  2% af  því sem umfram er

 

Þegar stofnun kröfu hefur í för með sér aukna vinnu eða kostnað vegna eðlis kröfunnar, s.s. um lögveðsköfur þegar kanna þarf þinglýstan eiganda og hvort eign sé á uppboði, eða annað þess háttar, er tekið sérstakt viðbótargjald fyrir þá vinnu.  Gjaldið fer eftir umfangi þessarar viðbótarvinnu

 

3.2

Heimilt er að veita 25% afslátt af þóknun samkvæmt grein 3.1 ef skuld er greidd innan 10 daga frá dagsetningu innheimtubréfs.

 

3.3

Kröfuhafi ber, gagnvart lögmanni ábyrgð á greiðslu þóknunnar og öllum útlögðum kostnaði ásamt vöxtum.

 

3.4

Þóknun er kr. 10.000,- fyrir ritun greiðsluáskorunar, beiðnar um aðför, nauðungarsölu og vörslusviptingu, kröfulýsingar, kröfu um gjaldþrotaskipti og afturköllun.

Þóknun fyrir frestun aðfarar eða nauðungarsölu er kr. 2.500.-

 

3.5.

Reikna skal innheimtuþóknun af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.

 

3.6.
Skuldari getur óskað eftir því að gera greiðslusamning þannig að kröfur verði stofnaðar í banka um hver mánaðarmót. Vegna hverrar kröfu sem stofnuð er í banka í samræmi við greiðslusamning greiðir skuldari allt að kr. 500.- í þjónustu- og umsýslugjald.
 

4.0  MÓT

 

4.1

Þóknun fyrir mót í máli sem tekið er fyrir hjá héraðsdómi, hæstarétti, sýslumanni eða öðru stjórnvaldi er kr.10.000,-  

Þóknun fyrir mót við lokasölu er tvöföld framangreind fjárhæð. 

Fari meiri tími til verksins, með ferðum, en 30 mínútur, skulu fyrrgreindar fjárhæðir reiknast fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur.

 

4.2

Þrátt fyrir ákvæði í grein 4.1 er lögmanni heimilt fyrir fyrsta mót í hverju máli hjá sýslumanni að taka, auk málflutnings- eða innheimtuþóknunnar, sérstaka þóknun miðað við kröfufjárhæð:

Af kröfum allt að fjárhæð kr. 675.000,- kr. 27.000,-

Af kröfum  að fjárhæð kr. 675.000,- til 1.350.000,- kr. 34.000,-

Af kröfum  að fjárhæð yfir kr. 1.350.000,- kr. 40.500,-

 

Þóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.

 

4.3

 

Fyrir mót í málum, þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár, má, við ákvörðun þóknunnar, taka tillit til mikilvægis málsins, umfangs þess og þess tíma sem málið tekur.

 

 

5.0  TJÓNABÆTUR

 

5.1

 

Þóknun fyrir samninga um tjónabætur og uppgjör er hagsmunatengt grunngjald samkvæmt eftirfarandi útreikningi auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0.

 

Grunngjald reiknast á eftirfarandi hátt:  

kr. 20.500,- að viðbættum 

25% af fyrstu kr.       85.000,-  samanlagðrar fjárhæðar höfuðstóls og vaxta

10% af næstu kr.     530.000,-  samanlagðrar fjárhæðar höfuðstóls og vaxta

  5% af næstu kr.  5.260.000,-  samanlagðrar fjárhæðar höfuðstóls og vaxta

  3% af næstu kr.11.700.000,-  samanlagðrar fjárhæðar höfuðstóls og vaxta

  2% af  því sem umfram er

Þóknun er reiknuð af samanlagðri heildarfjárhæð ef tjónabætur eru sóttar til fleiri en eins aðila.

 

Ekki er greidd þóknun ef engar bætur fást greiddar.

 

 

5.2

 

Þóknun fyrir innheimtu tjónabóta, þegar reka þarf málið fyrir dómstólum, er samkvæmt grein 2.0.

 

 

6.0  ERFÐASKRÁR

 

6.1

Þóknun fyrir gerð erfðaskrár er kr. 40.500,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0.

 

 

7.0  HJÓNASKILNARÐARMÁL  OG  SAMBÚÐARSLIT

 

7.1

Þóknun fyrir gerð skiptasamnings, þegar samningsaðilar, hjón eða sambúðarfólk, eru sammála um efni og gerð samningsins, er kr. 78.200,-  auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0  fyrir þann tíma sem fer í samningaviðræður og gagnaöflun.

 

Af ágreiningur er um búskipti er þóknun samkvæmt grein 11.2

 

 

8.0  BARNARÉTTUR, FORSJÁR- OG UMGENGNISRÉTTARMÁL, 

         BARNAVERNDARMÁL

 

8.1

Þóknun fyrir þjónustu vegna forsjár- og umgengnisréttar,- barnaverndar-, faðernis-, véfengingarmála og annara þeirra mála sem falla undir barnarétt er kr. 78.500,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0

 

 

9.0  KAUPMÁLAR

 

9.1

Þóknun fyrir gerð kaupmála er kr. 40.500,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0.

 

 

10.0  SAMBÚÐARSAMNINGAR

 

10.1

Þóknun fyrir gerð sambúðarsamninga kr. 40.500,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0  fyrir þann tíma sem fer í samningaviðræður og gagnaöflun.

 

 

11.0  BÚSKIPTI, GREIÐSLUSTÖÐVUN, NAUÐASAMNINGAR

 

11.1

Þóknun fyrir skiptastjórn, aðstoð við greiðslustöðvun eða umsjón með nauðasamningum er samkvæmt tímagjaldi í grein 18.0

 

Í búum, þar sem um verulegar eignir er að ræða, er heimilt að reikna 25% álag á tímagjald vegna vinnu við fyrstu aðgerðir.

 

Þóknun fyrir málflutning eða innheimtu, sem tengist skiptastjórn, er samkvæmt greinum 2.0 og 3.0

 

11.2

Þóknun fyrir einkaskipti dánarbúa, skiptastjórn samkvæmt erfðaskrá, gæslu hagsmuna við búskipti í dánarbúum og við opinber skipti, félagsslit og fjárslit milli hjóna og sambúðarfólks er reiknuð af heildarfjárhæð netto arfs- eða búshluta þess eða þeirra sem unnið er fyrir og með eftirgreindum hætti:

Grunngjald er kr. 87.500,-

Að auki af fyrstu kr. 720.000,-   8%

Af næstu kr. 2,160.000,- 6%

og af því sem umfram er 3%

 

Komi til málaferla fer um málflutningsþóknun samkvæmt grein 2.0

 

 

12.0  LEIGUSAMNINGAR

 

12.1

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera gjald kr. 40.500,- auk tímagjalds skv. grein 18.0 sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

 

12.2

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 40.500,- auk tímagjalds skv. grein 18.0 sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

 

 

12.3

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts

 

12.4

Sé leigusamningur gerður til þriggja ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu auk virðisaukaskatts.

 

12.5

Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma er áskilnaður um hærri þóknun en að ofan greinir.

 

12.6

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um lausafé skal vera grunngjald kr. 40.500,- auk tímagjalds skv. grein 18.0 sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

 

 

13.0  STOFNUN FÉLAGA

 

13.1

Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félags er kr. 78.500,-  auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0  fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun

 

 

14.0  ÝMIS SKJALAGERÐ  OG  RÁÐGJÖF

 

14.1

Þóknun fyrir gerð skuldabréfa og tryggingarbréfa er kr. 27.500,-  og allt að 0,5% af allri fjárhæð verðbréfsins.

 

14.2

Þóknun fyrir veðleyfi, veðbandslausn, skuldbreytingar, umboð og ýmsar umsóknir er kr. 27.500,-  auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0. 

 

14.3

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er grunngjald kr. 14.000,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0  fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

 

15.0  KAUP  OG  SALA

 

 

15.1

Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við kaup eða sölu 

A. Sala fasteigna og skipa. 

a.  Sala fasteigna og skráðra skipa 2,3 % af söluverði.

b.  Sala fasteigna og skráðra skipa sem eru í einkasölu 1,9 % af söluverði. 

c.  Aðstoð við kaup fasteigna og skráðra  skipa 1% af söluverði. 

d.  Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir.

e.  Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 2 % af söluverði en þó             

     aldrei lægri en kr. 70.000,-

f.   Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5 % af söluverði.

 

Þóknun fyrir gerð einstaks kaupsamnings eða afsals er að lágmarki kr. 250.000,-  og allt að 1% af kaupverði eftir umfangi verks.

 

Söluþóknun innifelur m.a. gerð kauptilboðs, kaupsamnings og afsals.

 

 

15.2

Skoðun og verðmat

Þóknun fyrir skriflegt verðmat er

kr. 25.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 0-200 fermetrar.

kr. 30.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 200-500 fermetrar.

kr. 40.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 500-1000 fermetrar.

kr. 50.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði stærra en 1000 fermetrar.

kr. 25.000,- fyrir byggingalóðir.

kr. 30.000,- fyrir frístunda- og sumarhús ásamt lóðum eða landi.

kr. 50.000,- fyrir frístundajarðir með mannvirkjum og hlunnindum og landspildur.

kr. 95.000,- fyrir bújarðir með kvóta, mannvirkjum og hlunnindum.

 

B.  Makaskipti.

Við makaskipti er þóknun samkv. því er fram kemur í grein 15.1 A lið.  Hafi önnur hvor eignin hvergi verið til sölu skal þóknun vera 1,5% af söluverði þeirrar eignar.

 

Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar samkvæmt söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist eigin kaupsamning.

 

 

15.3.

Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við eignaskipti þegar hvorug eignin er á söluskrá og kaup hafa átt sér stað utan fasteignasölunnar er 1% af söluandvirði fasteignar og skráðs skips, en 5% af söluverði lausafjár en þó aldrei lægri en kr. 250.000,-

 

 

C.  Almenn ákvæði

 

15.4 

Umsýslugjald

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 50.000,- fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

 

Auglýsingar

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

 

 

 

Innifalið í söluþóknun skv. grein 15.1. eru auglýsingar og kynning á interneti.

 

 

16.0  EIGNAUMSÝSLA  OG  SAMNINGAR  UM  SKULDASKIL

 

16.1

Þóknun fyrir eignaumsýslu og gerð samninga um skuldaskil er kr. 95.000,- auk tímagjalds samkvæmt grein 18.0 fyrir þann tíma sem fer í samningaviðræður og gagnaöflun.

 

 

17.0  AKSTURSKOSTNAÐUR  OG  DAGPENINGAR

 

17.1

Heimilt er að reikna kostnað við akstur og ferðir með hliðsjón af reglum Fjármálaráðuneytisins um aksturskostnað og dagpeninga.

 

18.0  TÍMAGJALD

 

Tímagjald er frá kr. 27.500,-  til kr. 39.500,-.  Ákvörðun um fjárhæð gjaldsins innan þeirra marka fer eftir þeim hagsmunum sem verki eru tengdir, ábyrgð lögmannsins, starfsreynslu hans og sérþekkingar, verkhraða og niðurstöðu máls.  

1/4 úr klukkustund gjaldfærist fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur.

 

Í tímagjaldinu er innifalinn ýmis nauðsynlegur skrifstofukostnaður svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld.

 

 

19.0  ÝMIS  ÁKVÆÐI

 

19.1

Heimilt er að reikna allt að 50% álag á þóknanir sem lýst er í gjaldskránni ef verkefni krefst vinnu utan reglulegs vinnutíma eða á helgidögum, vinna fer fram í öðru landi, á erlendu tungumáli eða hraða þarf afgreiðslu sérstaklega. Einnig ef verulegir hagsmunir vinnast.

 

19.2

Tímagjald og aðrar fjárhæðir í gjaldskránni breytast í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

 

19.3

Heimilt er að krefjast þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun og útlagðan kostnað, þegar til hans er stofnað og greiðslur upp í þóknun, eftir því sem verki miðar.

 

19.4

Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, þar með talinn kostnað við akstur og ferðalög þ.m.t. dagpeninga.  Ýmis kostnaður sem fellur til á skrifstofunni og erfitt er að sérgreina svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld er að öllu jafnaði innifalinn í þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari.  Leggi Lögmenn Suðurlandi út fyrir útlögðum kostnaði er Lögmönnum Suðurlandi heimilt að leggja allt að 10% álag ofan á upphæðina.

 

 

19.5

Heimilt er að gjaldfæra óvenjmikla notkun síma, bréfsíma, ljósritunarvélar eða annara skrifstofutækja í þágu viðskiptamanns. Sama á við um póstburðargjöld og annað slíkt.

 

Heimilt er að gjaldfæra kr.  250,- fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu, þetta gjald fylgir gjaldskrá sýslumannsembætta vegna ljósritunar og breytist í samræmi við breytingar þar.   Sama gjald er heimilt að gjaldfæra vegna afritunar og afhendingar gagna með rafrænum hætti fyrir hverja blaðsíðu.

 

19.6

Heimilt er að gjaldfæra vegna uppflettinga sem hér segir:

 

Veðbókarvottorð kr. 1.650,-

Vanskilaskrá kr. 1.400,-

Hlutafélagaskrá kr. 1.400,-

Eignakönnun kr. 4.800,-

Skönnuð skjöl kr. 1.000,-

Uppfletting í FMR kr.    500,-

 

19.7

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2016.  

Er áskilinn réttur til þess að endurskoða hana, reglulega, með hliðsjón af almennri verðlagsþróun.

 

 

Viðauki:

II. KAFLI  SIÐAREGLNA  LÖGMANNAFÉLAGS  ÍSLANDS

Um skyldur lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum.

 

8. gr.

Í samræmi við meginreglu 1. gr. skal lögmaður leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna.  Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi atriða, er ekki snerta beinlínis málefnið sjálft.

Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn.

Lögmaður skal ekki taka að sér verkefni, sem hann veit eða má vita að hann er ekki fær um að sinna af kunnáttu og fagmennsku, nema verkið sé unnið í samstarfi við hæfan lögmann á viðkomandi sviði.

Lögmaður skal ekki taka að sér verkefni fyrir skjólstæðing, sem hann veit ekki hver er. Ber lögmanni í vafatilvikum að gera eðlilegar ráðstafanir til að afla vitneskju um skjólstæðing og að hann hafi heimild til að ráðstafa verkefninu. Þó er ávallt heimilt að taka að sér verk samkvæmt beiðni annars lögmanns eða opinberri skipan.

 

9. gr.

Lögmanni er skylt að gera skjólstæðingi sínum kunnugt hvaðeina, er kann að gera hann háðan gagnaðila eða gera tortryggilega afstöðu hans til gagnaðila, svo sem frændsemi, samstarf, fjárhagslega hagsmuni eða önnur slík tengsl.

 

10. gr.

Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans.

Lögmanni ber að gera skjólstæðingi grein fyrir áætluðum verkkostnaði og öðrum málskostnaði eftir föngum, og vekja athygli hans, ef ætla má, að kostnaður verði hár að tiltölu við þá hagsmuni, sem í húfi eru. Lögmanni ber að gera skjólstæðingi grein fyrir á hvaða grundvelli þóknunin er reiknuð.

Lögmanni ber að leita samþykkis skjólstæðings, ef fela þarf mál hans öðrum lögmanni. Sama gildir að jafnaði, ef leita þarf annarrar sérfræðiaðstoðar, svo sem mats  eða skoðunarmanna, ef verulegur kostnaður er því samfara.

Lögmanni ber að vekja athygli skjólstæðings á möguleika á gjafsóknarheimild eða annarri opinberri réttaraðstoð þar sem það á við.

 

11. gr.

Lögmaður má ekki fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli, þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. Ákvæðið hindrar þó ekki að lögmaður leiti sátta með deiluaðilum, með samþykki beggja.

Lögmaður skal jafnframt varast að taka að sér nýjan skjólstæðing, ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fá ekki samrýmst eða hætta getur verið á slíku. Sama gildir um lögmenn sem hafa samstarf um rekstur lögmannsstofa eða reka lögmannsstofu í félagi.

 

12. gr.

Lögmanni, sem tekur að sér verkefni, ber að reka það áfram með hæfilegum hraða. Skal hann tilkynna skjólstæðingi sínum ef verkið dregst eða ætla má að það dragist.

Lögmanni er heimilt á öllum stigum að segja sig frá verki. Aldrei má þó lögmaður segja sig frá verki, án þess að skjólstæðingur fái svigrúm til að afstýra réttarspjöllum og ráða sér annan lögmann.

 

13. gr.

Lögmaður skal halda fjármunum skjólstæðings aðgreindum frá eigin fé í samræmi við ákvæði  reglna um fjárvörslureikninga lögmanna.

Skal lögmaður ávallt vera fær um að standa skil á þeim fjármunum, er hann varðveitir fyrir skjólstæðing sinn.

 

14. gr.

Lögmanni ber án ástæðulauss dráttar að gera skjólstæðingi skil á innheimtufé og öðrum fjármunum, er lögmaður hefur móttekið fyrir hönd skjólstæðings síns.

Ávallt er þó lögmanni rétt að halda eftir nægu fé til tryggingar greiðslu áfallins verkkostnaðar þeirra mála, sem lögmaður hefur til meðferðar fyrir skjólstæðing sinn á hverjum tíma, enda geri lögmaður skjólstæðingi viðhlítandi grein fyrir þeim kostnaði.

Uppgjör og skil lögmanns til skjólstæðings skulu vera greinargóð.

 

15. gr.

Lögmanni ber að láta skjólstæðingi í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað í hverju máli. Sé þóknun áskilin á grundvelli tímagjalds skulu upplýsingar veittar úr tímaskýrslu ef eftir þeim er leitað.

 

16. gr.

Lögmanni er rétt að halda í sínum vörslum skjölum og öðrum gögnum, er hann hefur móttekið í tengslum við mál skjólstæðings síns, uns skjólstæðingur hefur gert lögmanni full skil á útlögðum kostnaði og þóknun samfara því máli samkvæmt útgefnum reikningi.

Haldsréttur lögmanns skv. 1. mgr. gildir ekki, ef hald gagna veldur skjólstæðingi réttarspjöllum, sem ella verður ekki afstýrt. Sama gildir ef umboð hans er afturkallað af réttmætri ástæðu, svo sem vegna óeðlilegs dráttar á rekstri máls eða af sambærilegum ástæðum.

Ef ágreiningur er um þá fjárhæð, sem lögmaður hefur sett upp, getur stjórn LMFÍ ákveðið, hvort hluti hennar skuli þegar greiddur og  trygging sett fyrir eftirstöðvunum, þar til ágreiningurinn hefur endanlega verið leiddur til lykta. Ber lögmanni þá að afhenda gögnin, enda hafi skjólstæðingur samþykkt og fullnægt skilmálum stjórnarinnar.

 

17. gr.

Lögmaður skal aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint er að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar, sem lögmaður hefur fengið í starfi um skjólstæðing sinn eða fyrrverandi skjólstæðing.

Sama gildir um fulltrúa lögmanns og annað starfslið svo og félaga lögmanns að lögmannsskrifstofu og starfslið hans.

Lögmaður getur að beiðni skjólstæðings afhent gögn þau eða upplýsingar, sem um getur í 1. mgr., enda krefjist augljósir hagsmunir skjólstæðings þess.

Trúnaðarskyldan helst þótt verki sé lokið.

 

18. gr.

Ekki má lögmaður ganga í ábyrgð fyrir skjólstæðing sinn.

Upplýsingar um fyrirtækið

Lögmenn Suðurlandi ehf.
Kt. 571292-3009
Austurvegi 3, 800 Selfossi
Pósthólf 140, 802 Selfoss

 

 

Netfang: selfoss@log.is
Sími: 480 2900
Fax: 482 2801
Vsknr.: 36401
Banki LÍ: 152-26-101292