480-2900
[Alternative text]
[Alternative text]
Álalækur

Selfoss

Fjölbýli 102 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Álalækur 2, íb. 0101, Selfossi   Laus við undirritun kaupsamnings.  Góð staðsetning, stutt í skóla og leikskóla.  Um er að ræða snyrtilega 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli við Álalæk með sér inngangi. Íbúðin er skráð 102,8m2 og er mjög björt og rúmgóð. Húsið byggt árið 2017 og er steypt. Lóðin er þökulögð og hellulagt er fyrir framan stofu, mulningur er á bílaplani. Að innan skiptist íbúðin í anddyri, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu sem nýtt er sem þriðja herbergið og þvottahús. Á gólfi er parket og flísar. Eldhúsinnrétting er hvít með ljósri borðplötu og góðum tækjum. Fín innrétting er á baði ásamt baðkari með sturtu og upphengdu salerni. Anddyri og þvotthús er flíslagt     Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166 , sigurdur@log.is Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900 , halli@log.is
Verð: 59.800.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Hagi breiðavík lóð

Hella

Sumarhús 49 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Hagi Breiðavík lóð 20, Rangárþingi ytra. Um er að ræða 49,8 fm sumarhús á eignarlóð við Eystra Gíslholtsvatn í Rangárþing ytra. Húsið er byggt árið 1993 úr timbri og er klætt að utan með standandi timburklæðningu en bárujárn er á þaki.  Að innan skiptist húsið í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, stofu og eldhús opið í eitt. Spónaparket er á öllum gólfum nema á baðherbergi þar er dúkur. Á baðherberginu er sturta, salerni og vaskur. Í eldhúsi er viðarinnrétting. Úr stofu er útgengt á verönd.  Við bústaðinn er verönd með heitum potti. Lóðin er mjög falleg og með miklum gróðri. Stærð lóðarinnar er 1.200 fm Auk þess er sameiginlegt leiksvæði með leiktækjum og sparkvöllur er á svæðinu.  Eignin er í skipulögðu sumarhúsahverfi sem telur 24 lóðir.  Svæðið er afgirt með læstu hliði. Silungsveiði er í Eystra Gíslholtsvatni.  Veiðiréttur fylgir í vatninu. Búið er að útbúa litla höfn þar sem gott er að koma bátum út á vatnið.    Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166 , sigurdur@log.is Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900 , halli@log.is
Verð: 29.800.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Baugstjörn

Selfoss

Einbýli 176 fm 5 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900  Baugstjörn 32, Selfossi. Í einkasölu.  Um er að ræða skemmtilegt 136,5 fm einbýlishús ásamt 40 fm sambyggðum bílskúr í heildina 176,5 fm að stærð. Húsið er byggt árið 1994 úr timbri og er klætt að utan með steni klæðningu en bárujárn er á þaki. Að innan er húsið fjögur svefnherbergi, stofa, sólstofa, tvö hol, eldhús, bað, forstofa og þvottahús. Lóð er gróin rúmgóð verönd er við húsið með skjólveggjum en á henni er heitur pottur og grillskýli. Möl er í innkeyrslu en hellulögð stétt er upp að húsinu.  Spennandi eign og góðum stað á Selfossi.  Nánari lýsing:  Forstofa: Flísar á gólfi. Forstofu herbergi: Parket á gólfi. Eldhús: Harðparket, hvít innrétting. Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Sólstofa: Harðparket á gólfi og útgengt á verönd með heitum potti og yfirbyggðu grillskýli. Hol: Parket á gólfi og þar er fataskápur. Herbergi: Parket á gólfi og þar er fataskápur. Herbergi: Parket á gólfi.  Herbergi: Harðparket á gólfi og þar er fataskápur Baðherbergi: Flísalagt en þar er upphengt salerni, baðker, sturta, handklæðaofn og innrétting með vaski. Þvottahús: Hvítar innréttingar með tækjum í vinnuhæð og vaskur. Málað gólf. Útgengt á verönd. Hol: Parket á gólfi og þaðan er útgengt í bílskúr. Bílskúr: Geymsluloft, málað gólf og álflekahurð með rafmagnsopnara. Bílskúr hefur verið minnkaður þar sem útbúið var herbergi úr hluta af bílskúr.    Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166 , sigurdur@log.is Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900 , halli@log.is
Verð: 93.800.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Dranghólar

Selfoss

Einbýli 230 fm 6 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Dranghólar 8, Selfossi. Í einkasölu.  Um er að ræða fallegt 172,4 fm. einbýlishús ásamt 58,4 fm. sambyggðum bílskúr, samtals 230,8 fm.  Húsið er byggt úr timbri árið 2008 og er klætt að utan með flísum og bárujárn er á þaki.  Að innan er húsið fjögur svefnherbergi (möguleiki á fimmta herberginu), stofa, sjónvarpsherbergi, eldhús,  baðherbergi, forstofa, forstofu snyrting og þvottahús. Flísar er á öllum gólfum með gólfhita. Allar innrétting og innhurðir í húsinu eru sérsmíðaðar frá FAGUS. Aukin lofthæð er í öllu húsinu.  Í eldhúsinu er rúmgóð innrétting með vönduðum tækjum.  Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er innrétting, handklæðaofn, salerni og walk- inn sturta.  Útgengt er á verönd úr stofu. Fataskápar eru í hjónaherbergjum og öllum barnaherbergjum. Sjónvarpsherbergi er með rennihurð og gengið inn í það af gangi (ekki stofu eins og er skv. teikningu). Þvottahúsið er með hvítri innréttingu.  Innangengt er í bílskúrinn úr forstofunni. Bílskúrinn er meðepoxý á gólfi og álflekahurð með rafmagnsopnara. Innaf bílskúrnum er geymsla og þar er einnig epoxý á gólfi. Yfir stórum hluta húsins er geymsluloft.  Lóðin er þökulögð og þar geymsluskúr.  Við húsið er verönd og er hún gerð með pallettum en lerki er í dekki. Möl er í innkeyrslu en rör fyrir hitalagnir í innkeyrslu eru komnar út úr húsi og lagnir í stétt eru ótengdar.  Á lóðinni er geymsluskúr 4.40 x 3.40 með alusink á þaki og timburklæðning er standandi. Skúrinn stendur á steypum sökkli, með tvöfaldri hurð og óeinangraður. Laust við kaupsamning. Seljendur skoða skipti á rað- eða parhúsi á Selfossi Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166 , sigurdur@log.is Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900 , halli@log.is
Verð: 116.800.000 kr.
[Alternative text]
[Alternative text]
Fossvegur

Selfoss

Fjölbýli 93 fm 3 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900 Fossvegur 4 íb. 301, Selfossi Um er að ræða snyrtilega og bjarta 88,0 fm. endaíbúð á þriðju hæð ásamt stæði í bílgeymslu og 5,1 fm. geymslu í kjallara . Íbúðin er tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, forstofa og þvottahús. Parket er á öllum gólfum öðrum en forstofu, þvottahúsi og baði en þar eru flísar. Mahoganyspónlagðar innréttingar eru í eldhúsi og á baði en einnig eru mahoganyspónlagði fataskápar í herbergjum. Á baðinu sem er flísalagt í hólf og gólf er sturta. Útgengt er á svalir úr stofu. Bílastæðið er af breiðari gerðinni. Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166 , sigurdur@log.is Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900 , halli@log.is
Verð: 57.800.000 kr.

Þak yfir höfuðið
Fyrir þína hagsmuni

Almenn ráðgjöf

Við höfum í rúm 20 ár veitt margvíslega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Reynsla okkar skilar sér í skjótri þjónustu sem sparar þér bæði tíma og peninga.

+ Skoða nánar

Slysa- og bótamál

Flestir eru vel tryggðir en þekkja ekki rétt sinn. Ef þú hefur orðið fyrir skaða í slysi eða af öðrum völdum þá áttu í flestum tilfellum rétt á bótum. Fyrsta viðtal við lögmann þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er þér alltaf að kostnaðarlausu.

+ Skoða nánar

Fasteignasala

Ráðvendni og fyrirhyggja skipta miklu við kaup eða sölu fasteigna og með því að leita til okkar kemur þú málunum strax í öruggar hendur.

+ Skoða nánar

Sjóður Innheimtur

Hjá Sjóði Innheimtum leggjum við metnað okkar í persónulegri innheimtuþjónustu á kjörum sem ekki hafa þekkst áður.

+ Skoða nánar