Langamýri 20A, Selfoss
Til baka
- Lýsing
-
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Langamýri 20A, Selfossi
Um er að ræða 161.4 fm. raðhús á tveimur hæðum. Húsið er timburhús, byggt árið 2008 og klætt að utan með lituðu járni og timbri. Bárujárn er á þaki. Húsið er fullbúið að utan. Útihurðir og gluggar eru úr pvc efni. Neðri hæðin er 88,2 fm. og þar er, forstofa, hol, forstofusnyrting, eldhús og borðstofa , stofa, geymsla og þvottahús. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol og geymsla. Útgegnt er úr herbergjum til suðurs og norðurs á svalir hússins. Innkeyrslan er stimpilsteypt og verönd er fyrir framan hús og á baklóð. Lóðin er 1.219,7 fm. eignarlóð, sameiginleg með öðrum húsum í lengjunni.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi. Fataherbergi innaf forstofu.
Eldhús: Harðparket á gólfi. Hnotulituð innrétting.
Borðstofa: Plastparket á gólfi og útgengt á verönd
Stofa: Harðparket á gólfi útgengt á verönd
Þvottahús: Flísar eru á gólfi, hvít innrétting einnig er upphengt salerni í þvottahúsi.
Hol: Harðparket á gólfi og þar er timburstigi á efri hæðina.
Efri hæð:
Hol: Harðparket á gólfi og útgengt á svalir.
Hjónaherbergi: Harðparket á gólfi og þar er einnig fataskápur. Útgengt á svalir
Herbergi: Harðparket á gólfi og útgengt er á svalir.
Herbergi: Án gólfefna.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og við baðkar, upphengt salerni, baðkar með sturtu, svört innrétting með tveimur vöskum og baðskápur.
Geymsla. Plastparket á gólfi.
Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is
- Lánmöguleikar