480-2900

Lágengi 12, Selfoss

Til baka
Fasteignasala / Leitarniðurstöður / Raðnúmer: 643591
Lýsing

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Lágengi 12, Selfossi.  Í einkasölu.

Um er að ræða 126,4 fm. einbýlishús á einni hæð ásamt 45,2 fm. frístandandi bílskúr, samtals 171,6 fm.  Húsið er byggt úr timbri árið 1982 en bílskúrinn er hlaðinn árið 1984.  Íbúðarhúsið er klætt að utan með standandi bandsagaðri timburklæðningu en bárujárn er á þaki. Gluggar eru úr furu.  Bílskúrinn er múraður og málaður að utan og báru járn er á þaki.  Að innan er íbúðarhúsið þrjú svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, hol, baðherbergi, þvottahús, forstofa og búr.  Parket er á gólfum í stofu, borðstofu og holi en plastparket er á herbergjum.  Í eldhúsinu er eldri hvít innrétting og dúkur á gólfi.    Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er lítil innrétting, baðker með sturtu og handklæðaofn.  Málað gólf er í þvottahúsi og búri.  Útgengt er á baklóð úr þvottahúsinu. Bílskúrinn er með nýlegri álflekahurð með rafmagnsopnara. Skúrinn er rúmgóður.  Lóðin er vel gróin staðsett í rólegri götu.

Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma  845-9900, halli@log.is

Lánmöguleikar

Um eignina

Tegund: Fjölbýli
Stærð: 171 m2
Herbergi: 4
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1982
Bílskúr/skýli: 1
Fasteignamat: 77.600.000 kr.
Brunabótam: 69.450.000 kr.
Verð: 69.800.000 kr