Eyravegur 26, Selfoss
Til baka
- Lýsing
-
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Eyrarvegur 26, íb. 211 Selfossi. Í einkasölu.
Um er að ræða snyrtilega stúdóíbúð. Íbúðin er með sérinngangi og er 34,9 fm í heildina með geymslurými sem er 2,2 fm. Að innan skiptist íbúðin í forstofu, baðherbergi og rúmgott alrými þar sem m.a. er eldhúsaðstaða. Flísar eru á öllum gólfum og gólfhiti. Á baðherberginu er innrétting, sturta, wc og handklæðaofn. Í forstofu er fataskápur. ATH. við núgildandi fasteignamat mun bætast fasteignamat geymslna sem eru í dag ófullgerðar.
Íbúðin er í útleigu í dag og líklegt er að leigjandi vilji vera áfram. Leigutekjur 150 þús. á mánuði.
ATH. myndir að innan eru úr sambærilegri íbúða á jarðhæð.
Húsið er á tveimur hæðum og er steinsteypt múrað að utan með múrkerfi. Þak er slétt en á því er þakdúkur undir fargi. Hitalagnir eru í stéttum og svölum húsins. Lyfta verður í húsinu. Í sameigninni sem er á báðum hæðum er gangur í gegnum húsið og þar er þvottaaðstaða með sameiginlegum þvottavélum og þurrkurum á neðri hæð. Malbikað bílaplan er fyrir framan húsið og einnig að baka til.
Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is
- Lánmöguleikar